Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans 8. apríl 2009 04:00 Frá síðustu vaxtaákvörðun „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká
Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira