Button brattur á heimavellinum 18. júní 2009 17:32 Jenson Button verður fullur sjálfstrausts á Silverstone. Mynd: Gety Images Jenson Button verður á heimavelli þegar hann mætir keppinautum sínum í Formúlu 1 á Silverstone í Bretlandi um helgina. "Ég vil standa mig vel fyrir framan landa mína, ekki síst þar sem þetta er síðasta mótið á Silverstone í einhvern tíma. Ég vona að það verði mikill mannfjöldi á brautinni og andrúmsloftið verður kyngimagnað", sagði Button í dag. Button er með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna og því engin hætta á að hann tapi forystuhlutverkinu enn sem komið er. "Ef allt fer á versta veg, þá verð ég með 16 stiga forskot eftir mótið... En ég vill hámarka árangur minn í hverju móti, en verð þó afslappaður. Ég finn ekkert fyrir auka pressu á mér þó ég keppi á heimavelli. Það vantaði stemmninguna í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi." Button fylgist grannt með gangi máli í deilum FIA og FOTA. "Keppnisliðin og FIA verða að leysa málin og er að vinna að lausn. Ég get ekki breytt gangi mála hvað þetta varðar. Ég held að allir sem eru að keppa í ár, keppi á næsta ári", sagði Button. Fjallað verður um mótið á Silverstone í þættinum Rásmarkið kl. 23:00 á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button verður á heimavelli þegar hann mætir keppinautum sínum í Formúlu 1 á Silverstone í Bretlandi um helgina. "Ég vil standa mig vel fyrir framan landa mína, ekki síst þar sem þetta er síðasta mótið á Silverstone í einhvern tíma. Ég vona að það verði mikill mannfjöldi á brautinni og andrúmsloftið verður kyngimagnað", sagði Button í dag. Button er með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna og því engin hætta á að hann tapi forystuhlutverkinu enn sem komið er. "Ef allt fer á versta veg, þá verð ég með 16 stiga forskot eftir mótið... En ég vill hámarka árangur minn í hverju móti, en verð þó afslappaður. Ég finn ekkert fyrir auka pressu á mér þó ég keppi á heimavelli. Það vantaði stemmninguna í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi." Button fylgist grannt með gangi máli í deilum FIA og FOTA. "Keppnisliðin og FIA verða að leysa málin og er að vinna að lausn. Ég get ekki breytt gangi mála hvað þetta varðar. Ég held að allir sem eru að keppa í ár, keppi á næsta ári", sagði Button. Fjallað verður um mótið á Silverstone í þættinum Rásmarkið kl. 23:00 á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira