Vísbending um einangrunarhyggju Þorsteinn Pálsson skrifar 19. september 2009 06:00 Fyrsta skoðanakönnun eftir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sýnir afgerandi andstöðu þjóðarinnar við þau áform. Hún er um leið til marks um mikla neikvæða sveiflu. Á þessu stigi er erfitt að meta hvort hér eru á ferðinni skammtíma viðbrögð við ríkjandi aðstæðum eða varanleg breyting á viðhorfum. Flestir þeirra sem látið hafa álit sitt í ljós sýnast vera þeirrar skoðunar að Icesave-málið hafi kallað fram neikvæð viðhorf gagnvart Bretum, Hollendingum og Norðurlandaþjóðunum. Ugglaust er sitt hvað til í þessari kenningu. Andstæðingar aðildar hafa í þessu andrúmslofti séð tækifæri til að blása að glæðum tortryggni. Ef þetta er helsta skýringin á breyttu viðhorfi fólks bendir það til að fremur sé um að ræða skammtíma sveiflu en viðhorfsbreytingu sem líkleg er til að vara. Við eigum skýr dæmi um hliðstæður úr stjórnmálasögunni. Á hápunktum í landhelgisdeilunum við Breta á sinni tíð jókst þunginn að baki kröfunni um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og brottför varnarliðsins. Á þeim tíma voru það fyrst og fremst forystumenn Sjálfstæðisflokksins, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem stóðu vörð um þá langtíma hagsmuni þjóðarinnar að eiga aðild að þeim samtökum lýðræðisþjóðanna í Evrópu sem þá voru öflugust. Tilhneiging til þjóðernislegrar einangrunarhyggju brotnaði á þeim öðrum fremur. Á úrslitastundum í viðræðum um lausn á þeim deilum kom á daginn að það var aðild okkar að þessum samtökum sem veitti Íslandi þann styrk sem á þurfti að halda til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu við samningaborðið. Utan samtaka hefði pólitísk staða Íslands verið veikari. Það er þekkt fyrirbæri meðal annarra þjóða að milliríkjadeilur efla þjóðerniskennd og verða oft og tíðum vatn á myllu einangrunarsinna. Ísland er ekki óháð því lögmáli. En reynsla okkar og annarra er til vitnis um að slík viðbrögð eru ekki leiðin til farsælustu lausna í samskiptum þjóða. Málefnakreppa fremur en fjölmiðlafælniForsætisráðherra sætti réttmætri gagnrýni í sumar fyrir að leita ekki pólitískra lausna á Icesave-málinu. Í kjölfarið hefur verið hvolft yfir ráðherrann ádrepum fyrir að koma ekki nógu oft fram í fjölmiðlum heima og erlendis. Um sumt eru þeir áfellisdómar ekki sanngjarnir. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er gott dæmi.Ísland er fyrsta landið sem sótt hefur um aðild þar sem forsætisráðherrann hefur ekki verið á fullri ferð í fjölmiðlum og fundum við að skýra fyrir fólkinu þau rök sem að baki liggja. Á þessu kunna hins vegar að vera dýpri skýringar en þær að forsætisráðherra skilji ekki hvað til hans friðar heyrir í þessu efni.Ætli forsætisráðherrann að segja þjóðinni að aðildin sé rökrétt framhald á þeirri pólitísku stefnu sem mótuð var fyrir sex áratugum að skipa Íslandi í sveit sterkustu samtaka lýðræðisþjóða í Evrópu fær hann gagnrök fjármálaráðherrans í hausinn. Fjármálaráðherrann segir með réttu að um þá hluti hafi ríkisstjórnarflokkarnir aldrei sammælst.Hugsi forsætisráðherra sér að skýra fyrir fólki til sjávar og sveita að með krónunni verði ekki unnt að tryggja atvinnufyrirtækjum og launafólki samkeppnishæfa mynt og viðunandi stöðugleika kemur fjármálaráðherrann umsvifalaust í bakið á honum. Fjármálaráðherrann segir sem satt er að um þau sjónarmið hafi stjórnarflokkarnir ekki komið sér saman og hans flokkur muni nota völd sín til að stefna þjóðinni í aðra átt.Með öðrum orðum: Forsætisráðherrann hefur ekki pólitískt umboð til að rökstyðja aðildarumsóknina í nafni ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann því fremur í fjötrum málefnalegrar stjórnarkreppu en fjölmiðlafælni. Í þessu ljósi er ekki sanngjarnt að gagnrýna ráðherrann fyrir að tala of lítið. Á hinn bóginn ber hann ábyrgð á þessari málefnalegu stjórnarkreppu. Eðlilegt er að kalla eftir forystu af hans hálfu um að leysa hana. MálsmeðferðarklípaRíkisstjórnin hefur kynnt forystumönnum þingflokka það sem hún kallar skilaboð frá ríkisstjórnum Bretlands og Hollands vegna Icesave-samninganna. Eftir stjórnarskránni er það ríkisstjórnin sem gerir samninga við önnur ríki.Þegar í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki meirihluta á Alþingi fyrir samningnum fól hún alþingismönnum að semja við sjálfa sig um ásættanlega lausn. Það tók heilt sumar. Ríkisstjórnin tók á endanum sjálf þátt í því á Alþingi að breyta einhliða með lögum samningi sem hún hafði gert við aðrar þjóðir.Ljóst var að sú niðurstaða kallaði á nýja samningagerð. Þegar viðbrögð gagnaðilanna liggja fyrir bregður ríkisstjórnin á það ráð að gerast eins konar skilaboðaflytjandi milli Alþingis og ríkisstjórna Bretlands og Hollands. Það er gert til að draga athyglina frá þeirri staðreynd að hún hefur gert tvo mismunandi samninga, annars vegar við Breta og Hollendinga og hins vegar við Alþingi.Ríkisstjórnin er með öðrum orðum búin að koma sér í þá stöðu að þurfa að svíkja samninga við meirihluta Alþingis ef hún ætlar að virða samninga sem hún sjálf gerði við Breta og Hollendinga. Hún kemst ekki með hreinan skjöld frá málinu fyrir þá sök að ekki var farið með málið eftir stjórnskipunarreglum. Spurningin er bara hvort hún svíkur Alþingi eða Breta og Hollendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Fyrsta skoðanakönnun eftir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sýnir afgerandi andstöðu þjóðarinnar við þau áform. Hún er um leið til marks um mikla neikvæða sveiflu. Á þessu stigi er erfitt að meta hvort hér eru á ferðinni skammtíma viðbrögð við ríkjandi aðstæðum eða varanleg breyting á viðhorfum. Flestir þeirra sem látið hafa álit sitt í ljós sýnast vera þeirrar skoðunar að Icesave-málið hafi kallað fram neikvæð viðhorf gagnvart Bretum, Hollendingum og Norðurlandaþjóðunum. Ugglaust er sitt hvað til í þessari kenningu. Andstæðingar aðildar hafa í þessu andrúmslofti séð tækifæri til að blása að glæðum tortryggni. Ef þetta er helsta skýringin á breyttu viðhorfi fólks bendir það til að fremur sé um að ræða skammtíma sveiflu en viðhorfsbreytingu sem líkleg er til að vara. Við eigum skýr dæmi um hliðstæður úr stjórnmálasögunni. Á hápunktum í landhelgisdeilunum við Breta á sinni tíð jókst þunginn að baki kröfunni um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og brottför varnarliðsins. Á þeim tíma voru það fyrst og fremst forystumenn Sjálfstæðisflokksins, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem stóðu vörð um þá langtíma hagsmuni þjóðarinnar að eiga aðild að þeim samtökum lýðræðisþjóðanna í Evrópu sem þá voru öflugust. Tilhneiging til þjóðernislegrar einangrunarhyggju brotnaði á þeim öðrum fremur. Á úrslitastundum í viðræðum um lausn á þeim deilum kom á daginn að það var aðild okkar að þessum samtökum sem veitti Íslandi þann styrk sem á þurfti að halda til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu við samningaborðið. Utan samtaka hefði pólitísk staða Íslands verið veikari. Það er þekkt fyrirbæri meðal annarra þjóða að milliríkjadeilur efla þjóðerniskennd og verða oft og tíðum vatn á myllu einangrunarsinna. Ísland er ekki óháð því lögmáli. En reynsla okkar og annarra er til vitnis um að slík viðbrögð eru ekki leiðin til farsælustu lausna í samskiptum þjóða. Málefnakreppa fremur en fjölmiðlafælniForsætisráðherra sætti réttmætri gagnrýni í sumar fyrir að leita ekki pólitískra lausna á Icesave-málinu. Í kjölfarið hefur verið hvolft yfir ráðherrann ádrepum fyrir að koma ekki nógu oft fram í fjölmiðlum heima og erlendis. Um sumt eru þeir áfellisdómar ekki sanngjarnir. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er gott dæmi.Ísland er fyrsta landið sem sótt hefur um aðild þar sem forsætisráðherrann hefur ekki verið á fullri ferð í fjölmiðlum og fundum við að skýra fyrir fólkinu þau rök sem að baki liggja. Á þessu kunna hins vegar að vera dýpri skýringar en þær að forsætisráðherra skilji ekki hvað til hans friðar heyrir í þessu efni.Ætli forsætisráðherrann að segja þjóðinni að aðildin sé rökrétt framhald á þeirri pólitísku stefnu sem mótuð var fyrir sex áratugum að skipa Íslandi í sveit sterkustu samtaka lýðræðisþjóða í Evrópu fær hann gagnrök fjármálaráðherrans í hausinn. Fjármálaráðherrann segir með réttu að um þá hluti hafi ríkisstjórnarflokkarnir aldrei sammælst.Hugsi forsætisráðherra sér að skýra fyrir fólki til sjávar og sveita að með krónunni verði ekki unnt að tryggja atvinnufyrirtækjum og launafólki samkeppnishæfa mynt og viðunandi stöðugleika kemur fjármálaráðherrann umsvifalaust í bakið á honum. Fjármálaráðherrann segir sem satt er að um þau sjónarmið hafi stjórnarflokkarnir ekki komið sér saman og hans flokkur muni nota völd sín til að stefna þjóðinni í aðra átt.Með öðrum orðum: Forsætisráðherrann hefur ekki pólitískt umboð til að rökstyðja aðildarumsóknina í nafni ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann því fremur í fjötrum málefnalegrar stjórnarkreppu en fjölmiðlafælni. Í þessu ljósi er ekki sanngjarnt að gagnrýna ráðherrann fyrir að tala of lítið. Á hinn bóginn ber hann ábyrgð á þessari málefnalegu stjórnarkreppu. Eðlilegt er að kalla eftir forystu af hans hálfu um að leysa hana. MálsmeðferðarklípaRíkisstjórnin hefur kynnt forystumönnum þingflokka það sem hún kallar skilaboð frá ríkisstjórnum Bretlands og Hollands vegna Icesave-samninganna. Eftir stjórnarskránni er það ríkisstjórnin sem gerir samninga við önnur ríki.Þegar í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki meirihluta á Alþingi fyrir samningnum fól hún alþingismönnum að semja við sjálfa sig um ásættanlega lausn. Það tók heilt sumar. Ríkisstjórnin tók á endanum sjálf þátt í því á Alþingi að breyta einhliða með lögum samningi sem hún hafði gert við aðrar þjóðir.Ljóst var að sú niðurstaða kallaði á nýja samningagerð. Þegar viðbrögð gagnaðilanna liggja fyrir bregður ríkisstjórnin á það ráð að gerast eins konar skilaboðaflytjandi milli Alþingis og ríkisstjórna Bretlands og Hollands. Það er gert til að draga athyglina frá þeirri staðreynd að hún hefur gert tvo mismunandi samninga, annars vegar við Breta og Hollendinga og hins vegar við Alþingi.Ríkisstjórnin er með öðrum orðum búin að koma sér í þá stöðu að þurfa að svíkja samninga við meirihluta Alþingis ef hún ætlar að virða samninga sem hún sjálf gerði við Breta og Hollendinga. Hún kemst ekki með hreinan skjöld frá málinu fyrir þá sök að ekki var farið með málið eftir stjórnskipunarreglum. Spurningin er bara hvort hún svíkur Alþingi eða Breta og Hollendinga.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun