New Jersey Nets jafnaði metið yfir verstu byrjun liðs í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2009 09:00 Kobe Bryant fær ég harðar mótttökur frá leikmönnum Nets í nótt. Mynd/AP New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999). Kobe Bryant var með 30 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar á 29 mínútum fyrir Los Angeles Lakers og Pau Gasol bætti við 20 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum. Lakers-liðið hitti úr 13 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Kobe nýtti 5 af 8 langskotum sínum. Brook Lopez var með 26 stig og 12 fráköst fyrir Nets-liðið. Kevin Garnett hitti úr 11 af 12 skotum sínum og skoraði 24 stig í 92-85 úti sigri Boston Celtics á Miami Heat. Paul Pierce var með 15 stig og Kendrick Perkins skoraði 14 stig og tók 13 fráköst í fjórða sigri Boston í röð. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en Michael Beasley kom næstur með 18. Los Angeles Clippers vann upp 20 stiga forskot í 98-88 sigri á Memphis Grizzlies. þetta var 600. sigur þjálfarans Mike Dunleavy. Eric Gordon skoraði 29 stig fyrir Clippers en Marc Gasol var með 26 stig hjá Memphis. Minnesota Timberwolves endaði fimmtán leikja taphrinu sína með óvæntum 106-100 útisigri á Denver Nuggets. Ryan Gomes var með 27 stig fyrir Minnesota en Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver þaraf 19 þeirra í fyrsta leikhluta. Minnesota lenti 17 stigumundir í fyrri hálfleik en náði engu að síður að vinna sinn fyrtsa leik síðan í opnunarleik sínum á móti New Jersey. Rashard Lewis skoraði 26 stig í 114-102 sigri Orlando Magic á New York Knicks í Madison Square Garden en þetta var sjötti útisigur liðsns í röð. Nate Robinson var með 24 stig í fimmta tapi New York í röð. Tim Duncan var með 22 stig og Tony Parker bætti við 16 stigum þegar San Antonio vann sinn fimmta leik í röð, 97-89, á Philadelphia 76ers. Andre Iguodala var með 21 stig í sjötta tapi Sixers í röð. Steve Nash var með 20 stig og 16 stoðsendingar í 113-94 sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors. Jason Richardson bætti við 22 stigum í fjórða sigri Suns í röð. Það dugði ekki Toronto að Chris Bosh væri með 30 stig og 17 fráköst. Ben Wallace tók 18 fráköst, þar af 11 þeirra í sókn, í 94-88 sigri Detroit Pistons á Atlanta Hawks en Ben og félagar voru búnir að tapa sjö leikjum í röð. Rodney Stuckey var með 23 stig og 8 fráköst en Piston voru áfram án byrjunarliðsmannanna Richard Hamilton (ökkli), Tayshaun Prince (bak) og Ben Gordon (ökkli). Sergio Rodriguez var með 24 stig og Jason Thompson bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 112-96 sigri Sacramento Kings á New Orleans Hornets en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. David West var með 24 stig fyrir Hornets sem lék án bæði Chris Paul og Peja Stojakovic. Aaron Brooks var með 18 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik og Carl Landry lagði til 21 stig og 10 fráköst í 100-91 sigri Houston Rockets á Oklahoma City Thunder. Kevin Durant var með 25 stig fyrir Oklahoma City. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999). Kobe Bryant var með 30 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar á 29 mínútum fyrir Los Angeles Lakers og Pau Gasol bætti við 20 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum. Lakers-liðið hitti úr 13 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Kobe nýtti 5 af 8 langskotum sínum. Brook Lopez var með 26 stig og 12 fráköst fyrir Nets-liðið. Kevin Garnett hitti úr 11 af 12 skotum sínum og skoraði 24 stig í 92-85 úti sigri Boston Celtics á Miami Heat. Paul Pierce var með 15 stig og Kendrick Perkins skoraði 14 stig og tók 13 fráköst í fjórða sigri Boston í röð. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en Michael Beasley kom næstur með 18. Los Angeles Clippers vann upp 20 stiga forskot í 98-88 sigri á Memphis Grizzlies. þetta var 600. sigur þjálfarans Mike Dunleavy. Eric Gordon skoraði 29 stig fyrir Clippers en Marc Gasol var með 26 stig hjá Memphis. Minnesota Timberwolves endaði fimmtán leikja taphrinu sína með óvæntum 106-100 útisigri á Denver Nuggets. Ryan Gomes var með 27 stig fyrir Minnesota en Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver þaraf 19 þeirra í fyrsta leikhluta. Minnesota lenti 17 stigumundir í fyrri hálfleik en náði engu að síður að vinna sinn fyrtsa leik síðan í opnunarleik sínum á móti New Jersey. Rashard Lewis skoraði 26 stig í 114-102 sigri Orlando Magic á New York Knicks í Madison Square Garden en þetta var sjötti útisigur liðsns í röð. Nate Robinson var með 24 stig í fimmta tapi New York í röð. Tim Duncan var með 22 stig og Tony Parker bætti við 16 stigum þegar San Antonio vann sinn fimmta leik í röð, 97-89, á Philadelphia 76ers. Andre Iguodala var með 21 stig í sjötta tapi Sixers í röð. Steve Nash var með 20 stig og 16 stoðsendingar í 113-94 sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors. Jason Richardson bætti við 22 stigum í fjórða sigri Suns í röð. Það dugði ekki Toronto að Chris Bosh væri með 30 stig og 17 fráköst. Ben Wallace tók 18 fráköst, þar af 11 þeirra í sókn, í 94-88 sigri Detroit Pistons á Atlanta Hawks en Ben og félagar voru búnir að tapa sjö leikjum í röð. Rodney Stuckey var með 23 stig og 8 fráköst en Piston voru áfram án byrjunarliðsmannanna Richard Hamilton (ökkli), Tayshaun Prince (bak) og Ben Gordon (ökkli). Sergio Rodriguez var með 24 stig og Jason Thompson bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 112-96 sigri Sacramento Kings á New Orleans Hornets en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. David West var með 24 stig fyrir Hornets sem lék án bæði Chris Paul og Peja Stojakovic. Aaron Brooks var með 18 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik og Carl Landry lagði til 21 stig og 10 fráköst í 100-91 sigri Houston Rockets á Oklahoma City Thunder. Kevin Durant var með 25 stig fyrir Oklahoma City.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira