Ný mótaröð laðar að ný lið 20. júní 2009 08:05 Lewis Hamilton og Jenson Button eru dalæti Breta og takast á um helgina í lokamótinu á Silverstone. Mynd: AFP Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að mótaröð FOTA sem Formúlu 1 lið ákváðu að stofna í fyrrakvöld geti laðað að sér ný lið sem ætluðu að keppa undir merkjum FIA í Formúlu 1. "Ég tel að átta lið muni nægja til að setja upp öfluga mótaröð, en nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga á slást í hópinn og lið sem sóttu um að komast í Formúlu 1 á dögunum en fengu ekki náð fyrir augum FIA", sagði Whitmarsh. Tvö lið sem sóttu um drógu umsóknir sínar til FIA tilbaka eftir að ljóst var að bílaframleiðendur vildu stofna eigin mótaröð. En 15 ný lið sýndu því áhuga á að komast í Formúlu 1 í síðustu viku. "Það vilja allir keppa við stóru liðin, McLaren, Ferrari og Brawn. Stjórnendur Formúlu 1 hafa ekki sinnt áhorfendum nægilega vel og það er hægt að gera mun betur. Vissulega er staðan sorgleg í dag, en menn verða að vera bjartsýnir á framtíðna. Það að ný lið sýna nýrri mótaröð áhuga er bara innblástur fyrir okkur að gera góða hluti", sagði Whitmarsh.Sjá brautarlýsingu á Silverstone Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að mótaröð FOTA sem Formúlu 1 lið ákváðu að stofna í fyrrakvöld geti laðað að sér ný lið sem ætluðu að keppa undir merkjum FIA í Formúlu 1. "Ég tel að átta lið muni nægja til að setja upp öfluga mótaröð, en nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga á slást í hópinn og lið sem sóttu um að komast í Formúlu 1 á dögunum en fengu ekki náð fyrir augum FIA", sagði Whitmarsh. Tvö lið sem sóttu um drógu umsóknir sínar til FIA tilbaka eftir að ljóst var að bílaframleiðendur vildu stofna eigin mótaröð. En 15 ný lið sýndu því áhuga á að komast í Formúlu 1 í síðustu viku. "Það vilja allir keppa við stóru liðin, McLaren, Ferrari og Brawn. Stjórnendur Formúlu 1 hafa ekki sinnt áhorfendum nægilega vel og það er hægt að gera mun betur. Vissulega er staðan sorgleg í dag, en menn verða að vera bjartsýnir á framtíðna. Það að ný lið sýna nýrri mótaröð áhuga er bara innblástur fyrir okkur að gera góða hluti", sagði Whitmarsh.Sjá brautarlýsingu á Silverstone
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira