Viðskipti erlent

Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook

Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr.

 

Í frétt um málið á business.dk segir að eignarhlutur DST sé nú 3,5% en s.l. vor keypti félagið einnig hluti í Facebook. Kaupin halda greinilega áfram en ekki er vitað hve margir hafa selt DST sem býðst til að kaupa hlutinn í Facebook á 14,77 dollara. Þetta er sama verð og DST borgaði fyrir hlutinn í viðskiptunum í sumar.

 

Facebook er nú fimm ára gömul og er ein vinsælasta vefsíða heimsins í dag. Í ágúst voru 300 milljónir notenda skráðir á síðuna. Er það þreföldun á notendafjöldanum á einu ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×