Bankarisi í algjörum mínus 16. janúar 2009 13:24 Kenneth D. Lewis, forstjóri Bank of America. Mynd/AFP Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira