Formúlu 1 lið stofna eigin mótaröð 19. júní 2009 08:25 FOTA er samtök keppnisliða í Formúlu 1. FOTA, samtök Formúlu 1 liða sendu frá sér tilkynningu þess efnis að stofnuð verði ný mótaröð. Liðin segjast búinn að gefast upp á FIA og vilji sinna sínum málum betur 2010. Meðlimir samtakanna, BMW, Renault, McLaren, Toyota, Brawn, Red Bull, Torro Rosso og Ferrari funduðu í Enstone í Bretlandi í gær og komust að samkomulagi um að hætta í Formúlu 1 eftir þetta ár. Frægustu ökumennirnir styðja hugmynd FOTA. FIA og FOTA hafa deilt hart í fjömliðlum síðustu vikurnar og því hefur FOTA ákveðið að fara þessa leið, en óljóst er hvort um pólítískan þrýsting er að ræða með yfirlýsingu þessari. Lokadagur til umsókna fyrir Formúlu 1 er í dag hjá FIA. Bernie Ecclestone lét að því liggja fyrr í vikunni að hann myndi berjast gegn stofnun nýrrar mótaraðar með kjafti og klóm, en hann á sjóvnarpsréttinn og hefur þénað umtalsverðar upphæðir á honum. Þá hefur hann með samninga við mótshaldara að gera. Það er því mikið hagsmunamál fyrir Ecclestone að ekki verði tvær mótaraðir í gangi. Ecclestone hefur einmitt ákveðið að flytja breska kappaksturinn sem er um helgina á Silverstone á Donington Park á næsta ári vegna samstarfsörðugleika og peningamála. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FOTA, samtök Formúlu 1 liða sendu frá sér tilkynningu þess efnis að stofnuð verði ný mótaröð. Liðin segjast búinn að gefast upp á FIA og vilji sinna sínum málum betur 2010. Meðlimir samtakanna, BMW, Renault, McLaren, Toyota, Brawn, Red Bull, Torro Rosso og Ferrari funduðu í Enstone í Bretlandi í gær og komust að samkomulagi um að hætta í Formúlu 1 eftir þetta ár. Frægustu ökumennirnir styðja hugmynd FOTA. FIA og FOTA hafa deilt hart í fjömliðlum síðustu vikurnar og því hefur FOTA ákveðið að fara þessa leið, en óljóst er hvort um pólítískan þrýsting er að ræða með yfirlýsingu þessari. Lokadagur til umsókna fyrir Formúlu 1 er í dag hjá FIA. Bernie Ecclestone lét að því liggja fyrr í vikunni að hann myndi berjast gegn stofnun nýrrar mótaraðar með kjafti og klóm, en hann á sjóvnarpsréttinn og hefur þénað umtalsverðar upphæðir á honum. Þá hefur hann með samninga við mótshaldara að gera. Það er því mikið hagsmunamál fyrir Ecclestone að ekki verði tvær mótaraðir í gangi. Ecclestone hefur einmitt ákveðið að flytja breska kappaksturinn sem er um helgina á Silverstone á Donington Park á næsta ári vegna samstarfsörðugleika og peningamála.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira