Ferrari og McLaren verða að vinna 8. maí 2009 10:14 Kimi Raikkönenm fyrrum meistari áritar fyrir æsta spænska áhugamenn á Barcelona brautinni. Mynd: Getty Images Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Á fyrstu æfingu í morgun lagði forystumaðurinn Jenson Button hjá Brawn liðinu línurnar með því að ná besta tíma, en önnur æfing er í hádeginu. Button er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir 3 sigra í 4 mótum. Öll lið mæta með verulega endurbætta bíla og flest lið eru kominn með tvöfalda loftdreifa aftan á bílanna, sem Brawn, Toyota og Williams riðu á vaðið með. Önnur lið kærðu búnaðinn en FIA taldi búnaðinn fullkomlega löglegan. Það er lykilatriði fyrir Ferrrari og McLaren að ná góðum árangri í næstu 2-3 mótum ætli liðin að vera með í toppslagnum. Sebastian Vettel hjá Red Bull er í þriðja sæti í stigamótinu og hann segir lið sitt ætla að berjast um titilinn. Button segir of snemmt að spá í titilinn enn sem komið er. "Það eru bara fjögur mót af sautján búinn, en við berjumst um sigur í hverju móti fyrir sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að fara slaka á og verja stigaforskot mitt. Þá missi ég bara fókusinn", segir Button. Nánar um mótshelgina Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Á fyrstu æfingu í morgun lagði forystumaðurinn Jenson Button hjá Brawn liðinu línurnar með því að ná besta tíma, en önnur æfing er í hádeginu. Button er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir 3 sigra í 4 mótum. Öll lið mæta með verulega endurbætta bíla og flest lið eru kominn með tvöfalda loftdreifa aftan á bílanna, sem Brawn, Toyota og Williams riðu á vaðið með. Önnur lið kærðu búnaðinn en FIA taldi búnaðinn fullkomlega löglegan. Það er lykilatriði fyrir Ferrrari og McLaren að ná góðum árangri í næstu 2-3 mótum ætli liðin að vera með í toppslagnum. Sebastian Vettel hjá Red Bull er í þriðja sæti í stigamótinu og hann segir lið sitt ætla að berjast um titilinn. Button segir of snemmt að spá í titilinn enn sem komið er. "Það eru bara fjögur mót af sautján búinn, en við berjumst um sigur í hverju móti fyrir sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að fara slaka á og verja stigaforskot mitt. Þá missi ég bara fókusinn", segir Button. Nánar um mótshelgina
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira