Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum 20. apríl 2009 13:03 Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári. Nettóhagnaður Bank of America reyndist nema 4,24 milljörðum dollara eða tæplega 600 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 1,2 milljörðum dollara. Samkvæmt frétt á Bloomberg reiknuðu greinendur með að hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi myndi gefa af sér 4 sent á hlut. Í raun mun upphæðin nema 44 sentum á hlut. Forstjóri Bank of America, Kenneth D. Lewis, hefur ekki verið vinsæll í hópi hluthafa frá því að hann ákvað að kaupa tvo banka í fyrra, Merrill Lynch og Countrywide Financial Corp. Til þessa notaði hann 30 milljarða dollara eða nær 4.000 milljarða kr. Þegar kaupin áttu sér stað var fjármálakreppan komin á fullt skrið og töldu margir hluthafa að Lewis væri að setja bankann á hausinn með þessum kaupum. Annað hefur komið á daginn og það er raunar rekstur Merrill Lynch sem stendur á bakvið megnið af hagnaðinum nú. Staða Lewis þykir þó enn tæp og ráðast örlög hans í forstjóraembættinu á aðalfundi Bank of America þann 29. apríl n.k. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári. Nettóhagnaður Bank of America reyndist nema 4,24 milljörðum dollara eða tæplega 600 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 1,2 milljörðum dollara. Samkvæmt frétt á Bloomberg reiknuðu greinendur með að hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi myndi gefa af sér 4 sent á hlut. Í raun mun upphæðin nema 44 sentum á hlut. Forstjóri Bank of America, Kenneth D. Lewis, hefur ekki verið vinsæll í hópi hluthafa frá því að hann ákvað að kaupa tvo banka í fyrra, Merrill Lynch og Countrywide Financial Corp. Til þessa notaði hann 30 milljarða dollara eða nær 4.000 milljarða kr. Þegar kaupin áttu sér stað var fjármálakreppan komin á fullt skrið og töldu margir hluthafa að Lewis væri að setja bankann á hausinn með þessum kaupum. Annað hefur komið á daginn og það er raunar rekstur Merrill Lynch sem stendur á bakvið megnið af hagnaðinum nú. Staða Lewis þykir þó enn tæp og ráðast örlög hans í forstjóraembættinu á aðalfundi Bank of America þann 29. apríl n.k.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira