Viðskipti erlent

Kaupþing ætlar að endurskipuleggja Mosaic

Kaupþing hefur tekið yfir 49% hlut Baugs í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashion og hyggst bankinn endurskipuleggja reksturinn að sögn The Sunday Times. Skuldir Baugs við Kaupþing nema 450 milljónum punda eða um 76 milljörðum samkvæmt blaðinu.

Að sögn The Sunday Times hyggst Kaupþing setja nýtt fjármagn inn í reksturinn en endurskoðendafyrirtækið Deliotte mun fylgjast með fyrir hönd bankans og leiða endurskipulagninguna.

Mosaic rekur meðal annars verslanirnar Karen Miller og Oasis.

Nokkrir aðilar hafa lýst áhuga á að kaupa hluta af verslunum Mosaic. Þeirra á meðal er smásölukóngurinn Sir Philip Green.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×