Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken 29. október 2009 10:34 Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira