Kobe Bryant setti met með 61 stigi í New York 3. febrúar 2009 09:36 Kobe Bryant fór hamförum í New York í nótt og fór yfir 60 stigin í fimmta sinn á ferlinum. Lakers hefur unnið alla fimm leikina. AP Kobe Bryant var sjóðandi heitur þegar hann mætti með Lakers-lið sitt í Madison Square Garden í New York. Lakers-liðið hafði sigur 126-117 og skoraði Bryant 61 stig í leiknum sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í byggingunni síðan hún var reist í núverandi mynd árið 1968. Bryant hitti 19 af 31 skoti sínu utan af velli og úr öllum 20 vítaskotum sínum. Pau Gasol skoraði 31 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers sem spilaði fyrsta leik sinn án Andrew Bynum síðan hann meiddist um helgina. Eldra stigameti leikmanns úr gestaliði í Madison Square Garden átti Michael Jordan þegar hann skoraði 55 stig fyrir Chicago árið 1995, en hann var þá nýkominn til baka eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Phil Jackson þjálfari Lakers var þá þjálfari Chicago. "Þeir áttu báðir stórleik," sagði Jackson. Al Harrington var stigahæstur hjá Knicks með 24 stig og David Lee var með 22 stig og 12 fráköst. Dallas vann góðan útisigur á Orlando 105-95 þar sem heimamenn voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Dwight Howard skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando. Leikstjórnandinn Jameer Nelson, sem á dögunum var valinn í stjörnuliðið, fór úr axlarlið og fer í myndatöku í dag. Portland skellti New Orleans á útivelli 97-89. New Orleans hafði 17 stiga forystu í leiknum þegar Chris Paul meiddist í nára og kom ekki meira við sögu. Hann fer í myndatöku í dag. David West skoraði 25 stig fyrir New Orleans en LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir gestina. Phoenix rótburstaði Sacramento 129-81 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix en John Salmons 19 fyrir Sacramento. Utah lagði Charlotte 105-89 þrátt fyrir að vera án þriggja fastamanna. Mehmet Okur skoraði 22 stig fyrir Utah en Raymond Felton 16 fyrir gestina. San Antonio lagði Golden State á útivelli 110-105 í framlengdum leik þar sem heimamenn voru mesti 12 stigum yfir. Tim Duncan skoraði 32 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 32 stig af bekknum. Stephen Jackson skoraði 33 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Golden State. Memphis lagði Washington á útivelli 113-97. OJ Mayo skoraði 33 stig fyrir Memphis en Antawn Jamison 33 stig og 13 fráköst fyrir Washington. Miami vann auðveldan sigur á arfaslöku liði LA Clippers 119-95 þar sem Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami en Zach Randolph var með 21 stig fyrir Clippers. Staðan í NBA deildinni NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Kobe Bryant var sjóðandi heitur þegar hann mætti með Lakers-lið sitt í Madison Square Garden í New York. Lakers-liðið hafði sigur 126-117 og skoraði Bryant 61 stig í leiknum sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í byggingunni síðan hún var reist í núverandi mynd árið 1968. Bryant hitti 19 af 31 skoti sínu utan af velli og úr öllum 20 vítaskotum sínum. Pau Gasol skoraði 31 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers sem spilaði fyrsta leik sinn án Andrew Bynum síðan hann meiddist um helgina. Eldra stigameti leikmanns úr gestaliði í Madison Square Garden átti Michael Jordan þegar hann skoraði 55 stig fyrir Chicago árið 1995, en hann var þá nýkominn til baka eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Phil Jackson þjálfari Lakers var þá þjálfari Chicago. "Þeir áttu báðir stórleik," sagði Jackson. Al Harrington var stigahæstur hjá Knicks með 24 stig og David Lee var með 22 stig og 12 fráköst. Dallas vann góðan útisigur á Orlando 105-95 þar sem heimamenn voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Dwight Howard skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando. Leikstjórnandinn Jameer Nelson, sem á dögunum var valinn í stjörnuliðið, fór úr axlarlið og fer í myndatöku í dag. Portland skellti New Orleans á útivelli 97-89. New Orleans hafði 17 stiga forystu í leiknum þegar Chris Paul meiddist í nára og kom ekki meira við sögu. Hann fer í myndatöku í dag. David West skoraði 25 stig fyrir New Orleans en LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir gestina. Phoenix rótburstaði Sacramento 129-81 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix en John Salmons 19 fyrir Sacramento. Utah lagði Charlotte 105-89 þrátt fyrir að vera án þriggja fastamanna. Mehmet Okur skoraði 22 stig fyrir Utah en Raymond Felton 16 fyrir gestina. San Antonio lagði Golden State á útivelli 110-105 í framlengdum leik þar sem heimamenn voru mesti 12 stigum yfir. Tim Duncan skoraði 32 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 32 stig af bekknum. Stephen Jackson skoraði 33 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Golden State. Memphis lagði Washington á útivelli 113-97. OJ Mayo skoraði 33 stig fyrir Memphis en Antawn Jamison 33 stig og 13 fráköst fyrir Washington. Miami vann auðveldan sigur á arfaslöku liði LA Clippers 119-95 þar sem Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami en Zach Randolph var með 21 stig fyrir Clippers. Staðan í NBA deildinni
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira