Viðskipti erlent

Lánshæfismat Danske Bank lækkað, horfur neikvæðar

Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismat sitt fyrir Danske Bank úr A niður í A+ með neikvæðum horfum.

„Lækkunin er tilkomin vegna mikillar rýrnunar á eignum Danske Bank á síðasta ári og fram til september í ár," segir greinandinn Miguel Pintado hjá Standard & Poors í áliti fyrirtækisins. „Þetta á bæði við um heimamarkað bankans sem og aðra markaði einkum á Írlandi og í Eystrasaltsríkjunum Lettlandi og Litháen."

Í frétt um málið í Jyllands Posten undir fyrirsögninni „Svört framtíð hjá Danske Bank" segir að þessi lækkun sé enn eitt áfallið fyrir bankann. Í gærdag hafi Tonny T. Andersen aðalhagfræðingur Danske Bank sagt við Jyllands Posten að hann ætti ekki von á lækkuðu lánshæfismati hjá Standard & Poors, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi í nýlegri skýrslu um 45 alþjóðabanka sett Danske Bank í flokki þeirra 20% af fjöldanum sem voru með lélegustu eiginfjárstöðuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×