Mikill heiður að vera valinn í þennan sterka hóp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2009 06:00 Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir." Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira