Viðskipti erlent

Vorið byrjar vel hjá McDonald‘s

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald's hagnaðist um 979,5 milljónir dala, jafnvirði 123 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá fyrra ári.

Tekjur námu fimm milljörðum dala á tímabilinu, sem er 9,6 prósenta samdráttur.

Forsvarsmenn McDonald's greindu frá því fyrir helgi að annar ársfjórðungur hafi byrjað betur en á horfðist en sala jókst um 6,9 prósent í nýliðnum mánuði. Mestu munar um aukna sölu á morgunverði, kjúklingasamlokum og kaffisopa, að sögn Bloom­berg-fréttaveitunnar. - jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×