Mikil vonbrigði með tap Royal Bank of Scotland 7. ágúst 2009 10:01 Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri. Vonbrigðin eru töluverð þar sem markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. RBS, sem er í 70 prósenta eigu ríkisins segir að fleiri slæm uppgjör eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Reuters greinir frá þessu í dag. „Það er ekki til nein töfralausn við þessu ástandi, það mun taka RBS og hagkerfi heimsins nokkur ár í viðbót að koma efnahagslífinu í eðlilegt horf," segir forstjóri bankans, Stephen Hester, og bætir við að um maraþonhlaup sé að ræða en ekki spretthlaup. Niðurstöðurnar eru mikil vonbrigði en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. Hlutabréf í bankanum hækkuðu töluvert dagana áður en niðurstöðurnar voru gerðar opinberar. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hvarf sú hækkun snögglega. Í gær greindi Vísir frá því að Seðlabanki Englands hafi ákveðið að setja fimmtíu milljarða punda inn í breskt hagkerfi, með þeim aðgerðum hefur bankinn því sett 175 milljarða punda inn í hagkerfið í þeirri viðleitni að reisa við efnahagslíf landsins. Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. 24. júlí 2009 12:33 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri. Vonbrigðin eru töluverð þar sem markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. RBS, sem er í 70 prósenta eigu ríkisins segir að fleiri slæm uppgjör eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Reuters greinir frá þessu í dag. „Það er ekki til nein töfralausn við þessu ástandi, það mun taka RBS og hagkerfi heimsins nokkur ár í viðbót að koma efnahagslífinu í eðlilegt horf," segir forstjóri bankans, Stephen Hester, og bætir við að um maraþonhlaup sé að ræða en ekki spretthlaup. Niðurstöðurnar eru mikil vonbrigði en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. Hlutabréf í bankanum hækkuðu töluvert dagana áður en niðurstöðurnar voru gerðar opinberar. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hvarf sú hækkun snögglega. Í gær greindi Vísir frá því að Seðlabanki Englands hafi ákveðið að setja fimmtíu milljarða punda inn í breskt hagkerfi, með þeim aðgerðum hefur bankinn því sett 175 milljarða punda inn í hagkerfið í þeirri viðleitni að reisa við efnahagslíf landsins.
Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. 24. júlí 2009 12:33 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46
Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. 24. júlí 2009 12:33