Íslensku bankarnir ollu mettapi norska tryggingarsjóðsins 20. apríl 2009 15:43 Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira