Þrjú félög falla um stærðarflokk 24. júní 2009 01:00 Nasdaq OMX Iceland kauphöllin Eftir verðfall hlutabréfa síðustu misseri og hrun bankakerfisins falla engin félaga Kauphallarinnar í flokk stórra fyrirtækja. Einungis þrjú ná því að teljast meðalstór og restin eru lítil félög. Í endurflokkun félaga sem skráð eru í Nasdaq OMX Nordic kauphallirnar í byrjun vikunnar voru nítján félög færð niður um stærðarflokk. Þar á meðal eru íslensku hlutafélögin Bakkavör Group, Eimskipafélag Íslands og Icelandair Group. Þau voru í flokki meðalstórra félaga, en teljast nú til lítilla. Einungis tvö félög af nítján, sænsku félögin JM AB og PA Resources AB, fóru úr því að vera stór í að vera meðalstór, en Samkvæmt skilgreiningu kauphallasamstæðunnar þarf markaðsvirði skráðra félaga að vera einn milljarður evra hið minnsta til þess að þau geti talist stór (e. Large Cap). Lítil félög (Small Cap) eru þau sem eru undir 150 milljóna evra virði. Meðalstór félög (Mid Cap) eru svo þau sem eru þar á milli, yfir 150 milljónum evra, en undir milljarði. Þrjú félög á aðallista Kauphallarinnar hér ná því að vera yfir 150 milljónum evra að stærð, en það eru Össur, Marel Food Systems og Føroya banki. 79 félög á Nasdaq OMX Nordic halda hins vegar flokki sínum meðan á svonefndu breytingartímabili stendur, eða í tólf mánuði og verður þá lagt mat á það á ný hvort þau verði flutt um flokk. Þetta er gert til að lágmarka sveiflur á listanum. Þannig eru Eik Banki og Atlantic Petroleum enn skráð í flokk meðalstórra félaga, þótt markaðsvirði þeirra sé nú undir settum mörkum.- óká Markaðir Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Eftir verðfall hlutabréfa síðustu misseri og hrun bankakerfisins falla engin félaga Kauphallarinnar í flokk stórra fyrirtækja. Einungis þrjú ná því að teljast meðalstór og restin eru lítil félög. Í endurflokkun félaga sem skráð eru í Nasdaq OMX Nordic kauphallirnar í byrjun vikunnar voru nítján félög færð niður um stærðarflokk. Þar á meðal eru íslensku hlutafélögin Bakkavör Group, Eimskipafélag Íslands og Icelandair Group. Þau voru í flokki meðalstórra félaga, en teljast nú til lítilla. Einungis tvö félög af nítján, sænsku félögin JM AB og PA Resources AB, fóru úr því að vera stór í að vera meðalstór, en Samkvæmt skilgreiningu kauphallasamstæðunnar þarf markaðsvirði skráðra félaga að vera einn milljarður evra hið minnsta til þess að þau geti talist stór (e. Large Cap). Lítil félög (Small Cap) eru þau sem eru undir 150 milljóna evra virði. Meðalstór félög (Mid Cap) eru svo þau sem eru þar á milli, yfir 150 milljónum evra, en undir milljarði. Þrjú félög á aðallista Kauphallarinnar hér ná því að vera yfir 150 milljónum evra að stærð, en það eru Össur, Marel Food Systems og Føroya banki. 79 félög á Nasdaq OMX Nordic halda hins vegar flokki sínum meðan á svonefndu breytingartímabili stendur, eða í tólf mánuði og verður þá lagt mat á það á ný hvort þau verði flutt um flokk. Þetta er gert til að lágmarka sveiflur á listanum. Þannig eru Eik Banki og Atlantic Petroleum enn skráð í flokk meðalstórra félaga, þótt markaðsvirði þeirra sé nú undir settum mörkum.- óká
Markaðir Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira