Yfirmettaður markaður 30. október 2009 06:00 Samkvæmt fréttum gærdagsins mun Íbúðalánasjóður að öllum líkindum eignast um eitt hundrað íbúðir á Egilsstöðum og Reyðarfirði til viðbótar við þær sextíu íbúðir sem sjóðurinn á þar fyrir. Íbúðirnar eru flestar í fjölbýlishúsum og talsverður hluti þeirra stendur auður. Þetta eru íbúðir sem byggðar voru til að mæta væntanlegri fólksfjölgun á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði en sú fólksfjölgun gekk ekki eftir nema að hluta. Offjárfestingin nemur í þessu tilfelli einhverjum milljörðum. Austfirðingar eru sannarlega ekki einir um að hafa gert ráð fyrir meiri fólksfjölgun en raun varð á. Lengi hefur legið fyrir að gríðarleg offjárfesting liggur í hálfbyggðu og fullbyggðu íbúðarhúsnæði sem enginn býr í og fyrir liggur að muni ekki seljast á allra næstu árum. Þetta á ekki síst við um höfuðborgarsvæðið og Austurland. Verðmætin liggja ekki aðeins í byggingunum sjálfum heldur hafa sveitarfélögin lagt gríðarlegt fjármagn til þess að byggja megi upp ný hverfi. Talið er að íbúðir á byggingarstigi séu fleiri en þrjú þúsund á höfuðborgarsvæðinu og lóðir sem eru tilbúnar undir byggingu eru enn fleiri, á fimmta þúsund. Verðmæti íbúðanna nemur tugum milljarða og er þá ótalinn sá kostnaður sem sveitarfélögin sjálf hafa lagt til við uppbyggingu nýrra hverfa, svo sem við gatnagerð og veitukerfi. Sá kostnaður nemur einnig tugum milljarða. Nú er það svo að heilmiklar rannsóknir eru unnar og spár gerðar um fjölgun fólks og búsetuþróun, að einhverju leyti jafnvel á vegum sveitarfélaganna sjálfra. Svo virðist þó sem þau hafi verið heldur lin við að færa sér þessar upplýsingar í nyt. Þvert á móti hljóp þeim kapp í kinn við að laða til sín fólk með því að skipuleggja ný hverfi og bjóða fram lóðir og sáust greinilega ekki fyrir um afleiðingarnar. Þenslan varð gríðarleg og margir ætluðu sér að auðgast í byggingarbransanum, og tókst það líka framan af. Gróðavonin hljóp þó með byggingaverktaka í gönur. Þó verður að benda á að skipulagsvaldið var ekki í þeirra verkahring. Það liggur hjá sveitarfélögunum. Þau áttu að hafa yfirsýnina, horfa til framtíðar og notfæra sér rannsóknir en gerðu ekki. Niðurstaðan er þessi gríðarlega offjárfesting sem þeir sem sveitarfélögunum stýra bera ábyrgð á. Skaðinn er mikill og liggur ekki eingöngu í offjárfestingunni. Ljóst er að hér þarf ekki að byggja nýtt íbúðarhúsnæði næstu árin, en það hefur veruleg áhrif á atvinnustigið í landinu. Nú er búið að byggja allar þessar íbúðir og því verður ekki breytt. Úr því sem komið er hlýtur aðalatriðið að vera að sveitarfélögin læri af þessari bitru reynslu þannig að sagan endurtaki sig ekki. Það byggingaræði sem tók hér völdin og stóð fram á síðasta ár var engu líkt. Ekki var hlustað á varnaðarorð heldur geystust menn áfram. Þetta má ekki endurtaka sig. Sveitarfélög verða að sýna ábyrgð og skipuleggja í samræmi við raunveruleika en ekki tálsýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Samkvæmt fréttum gærdagsins mun Íbúðalánasjóður að öllum líkindum eignast um eitt hundrað íbúðir á Egilsstöðum og Reyðarfirði til viðbótar við þær sextíu íbúðir sem sjóðurinn á þar fyrir. Íbúðirnar eru flestar í fjölbýlishúsum og talsverður hluti þeirra stendur auður. Þetta eru íbúðir sem byggðar voru til að mæta væntanlegri fólksfjölgun á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði en sú fólksfjölgun gekk ekki eftir nema að hluta. Offjárfestingin nemur í þessu tilfelli einhverjum milljörðum. Austfirðingar eru sannarlega ekki einir um að hafa gert ráð fyrir meiri fólksfjölgun en raun varð á. Lengi hefur legið fyrir að gríðarleg offjárfesting liggur í hálfbyggðu og fullbyggðu íbúðarhúsnæði sem enginn býr í og fyrir liggur að muni ekki seljast á allra næstu árum. Þetta á ekki síst við um höfuðborgarsvæðið og Austurland. Verðmætin liggja ekki aðeins í byggingunum sjálfum heldur hafa sveitarfélögin lagt gríðarlegt fjármagn til þess að byggja megi upp ný hverfi. Talið er að íbúðir á byggingarstigi séu fleiri en þrjú þúsund á höfuðborgarsvæðinu og lóðir sem eru tilbúnar undir byggingu eru enn fleiri, á fimmta þúsund. Verðmæti íbúðanna nemur tugum milljarða og er þá ótalinn sá kostnaður sem sveitarfélögin sjálf hafa lagt til við uppbyggingu nýrra hverfa, svo sem við gatnagerð og veitukerfi. Sá kostnaður nemur einnig tugum milljarða. Nú er það svo að heilmiklar rannsóknir eru unnar og spár gerðar um fjölgun fólks og búsetuþróun, að einhverju leyti jafnvel á vegum sveitarfélaganna sjálfra. Svo virðist þó sem þau hafi verið heldur lin við að færa sér þessar upplýsingar í nyt. Þvert á móti hljóp þeim kapp í kinn við að laða til sín fólk með því að skipuleggja ný hverfi og bjóða fram lóðir og sáust greinilega ekki fyrir um afleiðingarnar. Þenslan varð gríðarleg og margir ætluðu sér að auðgast í byggingarbransanum, og tókst það líka framan af. Gróðavonin hljóp þó með byggingaverktaka í gönur. Þó verður að benda á að skipulagsvaldið var ekki í þeirra verkahring. Það liggur hjá sveitarfélögunum. Þau áttu að hafa yfirsýnina, horfa til framtíðar og notfæra sér rannsóknir en gerðu ekki. Niðurstaðan er þessi gríðarlega offjárfesting sem þeir sem sveitarfélögunum stýra bera ábyrgð á. Skaðinn er mikill og liggur ekki eingöngu í offjárfestingunni. Ljóst er að hér þarf ekki að byggja nýtt íbúðarhúsnæði næstu árin, en það hefur veruleg áhrif á atvinnustigið í landinu. Nú er búið að byggja allar þessar íbúðir og því verður ekki breytt. Úr því sem komið er hlýtur aðalatriðið að vera að sveitarfélögin læri af þessari bitru reynslu þannig að sagan endurtaki sig ekki. Það byggingaræði sem tók hér völdin og stóð fram á síðasta ár var engu líkt. Ekki var hlustað á varnaðarorð heldur geystust menn áfram. Þetta má ekki endurtaka sig. Sveitarfélög verða að sýna ábyrgð og skipuleggja í samræmi við raunveruleika en ekki tálsýn.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun