Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai 1. desember 2009 06:00 Ríkisfyrirtækið Dubai World hefur staðið fyrir ævintýralegri uppbyggingu í Dúbaí. Fréttablaðið/getty Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira