Viðskipti erlent

Tvö af dótturfélögum JJB Sports komin í greiðslustöðvun

Tvö af dótturfélögum íþróttavöruverslunarkeðjunnar JJB Sports í Bretlandi eru komin í greiðslustöðvun. Gamla Kaupþing er nú stærsti hluthafinn í JJB Sports eftir að hafa gert veðkall í sameiginlegum hlut Exista og Chris Ronnie fyrrum forstjóra félagsins.

Félögin tvö sem hér um ræðir eru skóverslanakeðjurnar Orginal Shoe Company og Qubefootwear. Búið er að skipa KPMG sem umsjónaraðila félaganna meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Orginal Shoe rekur 64 verslanir og Qube 13 verslanir.

Samkvæmt ársreikningi JJB Sports töpuðu þessi tvö félög samtals 15 milljónum punda á síðasta ári, eða tæplega 2,5 milljörðum kr..

Félögin voru bæði keypt af Chris Ronnie á síðasta ári og borgaði JJB Sports 1 pund fyrir. JJB Sports hefur reynt að selja þessi félög frá því s.l. haust en án árangurs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×