Viðskipti erlent

Hlutur Baugs í Debenhams settur á sölu

Þrettán prósenta hlutur Baugs í Debenhams hefur verið settur á sölu. Með því að losna við Baug af hluthafalistanum vonast stjórnendur fyrirtæksins til að hægt sé að selja það.

Baugur á 6,5% hlut í Debenhams og svipaðan hlut í gegnum Unity Investment sem er í eigu Baugs, Stoða og Kevins Stanford.

Debenhams rambar á barmi gjaldþrots vegna gífurlegra skulda sem nema 900 milljónum punda eða um 174 milljarðar króna.

Markaðsvirði bréfa Baugs hefur rýrnað um 70% frá því fyrir tæpum tveimur árum þegar Baugur keypti tæplega 5 prósenta hlut.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×