Button og Barrichello dæmdir brotlegir 3. október 2009 11:22 Jenson Button ók of geyst í tímatökum þegar viðvörunarflöggum var veifað og var refsað fyrir. mynd: kappakstur.is Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu - Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu -
Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira