NBA í nótt: Mo Williams fór á kostum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2009 09:42 Mo Williams í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Mo Williams fór í kostum með Cleveland í nótt en hann var í fyrrinótt tekinn inn í stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann skoraði 44 stig í sigri Cleveland á Phoenix, 109-92. Cleveland tapaði tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn á tímabilinu fyrir leikinn í nótt og var því mikið í mun að komast aftur á sigurbraut. Það tókst en Williams fór mikinn í leiknum og hitti úr átján af 26 skotum sínum utan af velli - þar af setti hann niður þrjá þrista. LeBron James var með 26 stig og Amare Stoudemire 27. Grant Hill var með fjórtán stig. Þetta var persónulegt met hjá Williams en Cleveland hefur stórbætt sig síðan að hann kom til félagsins frá Milwaukee í sumar. Liðið hefur unnið 40 af 51 leik en á sama tíma í fyrra hafði félagið unnið 29 af 52 leikjum sínum. Toronto vann San Antonio, 91-89. Rodo Ukic skoraði 22 stig sem er persónulegt met en Andrea Bargnani var stigahæstur með 23. Manu Ginobili skoraði 32 stig fyrir San Antonio. Charlotte vann Washington, 101-89. DJ Augustin skoraði 24 stig og Vladimir Radmanovic 21. Þeir hittu samtals úr níu af sautján þriggja stiga skotum sínum. Atlanta vann Detroit, 99-95. Joe Johnson var með 27 stig og Flip Murray 23. Atlanta náði góðri forystu í þriðja leikhluta en Detroit náði að minnka muninn í tvö stig þegar tíu sekúndur voru eftir. En þá setti Johnson niður tvö vítaköst og tryggði sigurinn. Philadelphia vann Memphis, 91-87. Andre Iguodala skoraði átján stig og skoraði sigurkörfuna þegar 26 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Denver vann Orlando, 82-73. Carmelo Anthony var með 29 stig og átta fráköst í leiknum en Denver hafði tapað síðust fimmtán leikjum sínum í Orlando eða síðan 1992.. Kenyon Martin skoraði þrettán stig, Nene tólf og Chauncey Billups ellefu. Milwaukee vann Indiana, 122-110. Richard Jefferson skoraði 32 stig og Charlie Bell 20. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana. Boston vann New Orleans, 89-77. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Kevin Garnett fjórtán auk þess sem hann tók tíu fráköst. David West skoraði fimmtán stig fyrir New Orleans. Houston vann Sacramento, 94-82. Yao Ming skoraði 24 stig og þeir Luis Scola og Ron Artest nítján hvor. Ming tók einnig átján fráköst. Utah vann LA Lakers, 113-109. Deron Williams var með 31 stig og ellefu stoðsendingar og Mehmet Okur 22. Kobe Bryant var með 37 stig fyrir Lakers. Portland vann Oklahoma City, 106-92. Brandon Roy var með 22 stig og Travis Outlaw 21. Russell Westbrook skoraði 21 stig fyrir Oklahoma City. LA Clippers vann New York, 128-124. Eric Gordon var með 30 stig og Steve Novak 23. Nate Robinson var með 33 stig og fimmtán stoðsendingar fyrir New York. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Mo Williams fór í kostum með Cleveland í nótt en hann var í fyrrinótt tekinn inn í stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann skoraði 44 stig í sigri Cleveland á Phoenix, 109-92. Cleveland tapaði tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn á tímabilinu fyrir leikinn í nótt og var því mikið í mun að komast aftur á sigurbraut. Það tókst en Williams fór mikinn í leiknum og hitti úr átján af 26 skotum sínum utan af velli - þar af setti hann niður þrjá þrista. LeBron James var með 26 stig og Amare Stoudemire 27. Grant Hill var með fjórtán stig. Þetta var persónulegt met hjá Williams en Cleveland hefur stórbætt sig síðan að hann kom til félagsins frá Milwaukee í sumar. Liðið hefur unnið 40 af 51 leik en á sama tíma í fyrra hafði félagið unnið 29 af 52 leikjum sínum. Toronto vann San Antonio, 91-89. Rodo Ukic skoraði 22 stig sem er persónulegt met en Andrea Bargnani var stigahæstur með 23. Manu Ginobili skoraði 32 stig fyrir San Antonio. Charlotte vann Washington, 101-89. DJ Augustin skoraði 24 stig og Vladimir Radmanovic 21. Þeir hittu samtals úr níu af sautján þriggja stiga skotum sínum. Atlanta vann Detroit, 99-95. Joe Johnson var með 27 stig og Flip Murray 23. Atlanta náði góðri forystu í þriðja leikhluta en Detroit náði að minnka muninn í tvö stig þegar tíu sekúndur voru eftir. En þá setti Johnson niður tvö vítaköst og tryggði sigurinn. Philadelphia vann Memphis, 91-87. Andre Iguodala skoraði átján stig og skoraði sigurkörfuna þegar 26 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Denver vann Orlando, 82-73. Carmelo Anthony var með 29 stig og átta fráköst í leiknum en Denver hafði tapað síðust fimmtán leikjum sínum í Orlando eða síðan 1992.. Kenyon Martin skoraði þrettán stig, Nene tólf og Chauncey Billups ellefu. Milwaukee vann Indiana, 122-110. Richard Jefferson skoraði 32 stig og Charlie Bell 20. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana. Boston vann New Orleans, 89-77. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Kevin Garnett fjórtán auk þess sem hann tók tíu fráköst. David West skoraði fimmtán stig fyrir New Orleans. Houston vann Sacramento, 94-82. Yao Ming skoraði 24 stig og þeir Luis Scola og Ron Artest nítján hvor. Ming tók einnig átján fráköst. Utah vann LA Lakers, 113-109. Deron Williams var með 31 stig og ellefu stoðsendingar og Mehmet Okur 22. Kobe Bryant var með 37 stig fyrir Lakers. Portland vann Oklahoma City, 106-92. Brandon Roy var með 22 stig og Travis Outlaw 21. Russell Westbrook skoraði 21 stig fyrir Oklahoma City. LA Clippers vann New York, 128-124. Eric Gordon var með 30 stig og Steve Novak 23. Nate Robinson var með 33 stig og fimmtán stoðsendingar fyrir New York.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira