Allt annað hugarfar í liði Stjörnunnar 15. febrúar 2009 09:00 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar. "Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá." Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
"Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira