Handbolti

GOG enn með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari GOG.
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari GOG. Mynd/Stefán
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í GOG Svendborg eru enn með fullt hús stiga eftir að hafa unnið sinn fjórða leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

GOG vann sigur á Team Tvis Holstebro, 33-27, eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Ásgeir Örn Hallgrímsson lék ekki með GOG vegna meiðsla.

FCK tapaði hins vegar fyrir Kolding á útivelli, 39-30. Arnór Atlason skoraði þrjú mörk fyrir FCK.

GOG og Bjerringbro-Silkeborg eru bæði taplaus eftir fyrstu fjórar umferðirnar en GOG með betra markahlutfall. FCK er í sjöunda sætinu með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×