Kvikmyndagerðarmenn leggja Búðardal undir sig Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 6. júlí 2009 06:00 Ólafur Jóhannesson er í góðum félagsskap í kvikmyndinni Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar. Stefán Karl leikur aðalpersónuna Lárus sem lýgur sig inn í samfélagið á Búðardal á þeim forsendum að hann geti komið sláturhúsi staðarins aftur af stað. Ingvar E. Sigurðsson leikur hins vegar útgerðarkóng sem er ástfanginn af Jónatan en hann er leikinn af Gunnari Hanssyni. „Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, gerist. Ólafur er frá Búðardal, ólst þar upp en vill sem minnst af laginu Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórðarson vita. „Nei, maður fattaði að þetta lag er til á einhverjum tímapunkti sem Búðdælingur og svo fékk maður ógeð á því.“ Æfingar hafa staðið yfir í gamla Saltfélagshúsinu að undanförnu en hópurinn heldur vestur í vikunni og leggur þá Búðardal undir sig. „Já, við munum búa úti um allt, í leikskólum, félagsheimilinu og svo munum við ganga inn í hús. Árangurinn veltir svolítið mikið á gestrisni íbúanna,“ útskýrir Ólafur. Laxdæla Lárusar segir frá Lárusi, sem er verkfræðingur með allt niðrum sig. Konan farin og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir nöprum hversdagsleikanum. Hann ákveður að ljúga sig inn í samfélagið í Búðardal á þeim forsendum að hann geti sett sláturhús staðarins aftur af stað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl Stefánsson aðalhlutverkið en hann verður í góðum félagsskap. Benedikt Erlingsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær, Harpa Arnarsdóttir og Eggert Þorleifsson fara öll með hlutverk í myndinni en Eggert leikur sveitarstjórann á svæðinu. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hún er einnig að leika Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. „Ég og Ragnar Bragason erum fínir vinir og ræddum þetta, hún verður á einhverjum þvælingi á milli tökustaða og er bara sátt með það,“ útskýrir Ólafur. Ingvar E. Sigurðsson leikur síðan útgerðarkóng að vestan sem hefur fundið ástina í líki Jónatans sem Gunnar Hansson leikur. Ólafur segir að hópurinn hafi átt erfitt með sig þegar þeir tveir voru að æfa atriðin sín, menn og konur hafi hreinlega grenjað úr hlátri. Ólafur hræðist ekkert að fara með þennan stóra hóp stórstjarna vestur á land. „Þetta verður ekkert mál og það sem mér þykir eiginlega skemmtilegast er að þarna hittir listapakkið af höfuðborgarsvæðinu listafólkið utan af landi og það verður til einhver ljóstillífun þarna á milli af því einhver api ákveður að búa til kvikmynd,“ útskýrir Ólafur. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, gerist. Ólafur er frá Búðardal, ólst þar upp en vill sem minnst af laginu Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórðarson vita. „Nei, maður fattaði að þetta lag er til á einhverjum tímapunkti sem Búðdælingur og svo fékk maður ógeð á því.“ Æfingar hafa staðið yfir í gamla Saltfélagshúsinu að undanförnu en hópurinn heldur vestur í vikunni og leggur þá Búðardal undir sig. „Já, við munum búa úti um allt, í leikskólum, félagsheimilinu og svo munum við ganga inn í hús. Árangurinn veltir svolítið mikið á gestrisni íbúanna,“ útskýrir Ólafur. Laxdæla Lárusar segir frá Lárusi, sem er verkfræðingur með allt niðrum sig. Konan farin og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir nöprum hversdagsleikanum. Hann ákveður að ljúga sig inn í samfélagið í Búðardal á þeim forsendum að hann geti sett sláturhús staðarins aftur af stað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl Stefánsson aðalhlutverkið en hann verður í góðum félagsskap. Benedikt Erlingsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær, Harpa Arnarsdóttir og Eggert Þorleifsson fara öll með hlutverk í myndinni en Eggert leikur sveitarstjórann á svæðinu. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hún er einnig að leika Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. „Ég og Ragnar Bragason erum fínir vinir og ræddum þetta, hún verður á einhverjum þvælingi á milli tökustaða og er bara sátt með það,“ útskýrir Ólafur. Ingvar E. Sigurðsson leikur síðan útgerðarkóng að vestan sem hefur fundið ástina í líki Jónatans sem Gunnar Hansson leikur. Ólafur segir að hópurinn hafi átt erfitt með sig þegar þeir tveir voru að æfa atriðin sín, menn og konur hafi hreinlega grenjað úr hlátri. Ólafur hræðist ekkert að fara með þennan stóra hóp stórstjarna vestur á land. „Þetta verður ekkert mál og það sem mér þykir eiginlega skemmtilegast er að þarna hittir listapakkið af höfuðborgarsvæðinu listafólkið utan af landi og það verður til einhver ljóstillífun þarna á milli af því einhver api ákveður að búa til kvikmynd,“ útskýrir Ólafur.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira