Viðskipti erlent

Rúm tíu prósent bandarískra bílaumboða gætu lokað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Meira en tíundi hluti bandarískra bílaumboða gæti þurft að leggja niður alla starfsemi og loka dyrunum á þessu ári ef fer sem horfir. Þetta kom fram á ráðstefnu þarlendra bílasala sem nýlega var haldin í New Orleans.

Búist er við að bílasala verði minni en hún hefur verið í tæpa þrjá áratugi á þessu ári og nálgist 10 milljónir bíla en 13,2 milljónir seldust í fyrra. Sölustjóri Ford sagði á ráðstefnunni að slíkur samdráttur væri hreinar hamfarir fyrir bílaiðnað landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×