Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi 7. október 2009 10:22 Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira