Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki verið hærri í Bandaríkjunum í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ben Bernanke hefur sagt að kreppunni væri formlega lokið. Mynd/ Getty.
Ben Bernanke hefur sagt að kreppunni væri formlega lokið. Mynd/ Getty.
Hlutabréf á Wall Street hækkuðu í kvöld og hafa ekki verið hærri það sem af er ári. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,5%, Nasdaq hækkaði um 0,4% og S&P 500 hækkaði um 0,7%.

Ástæða hækkunarinnar er einkum rekin til þess að fjárfestar hafi miklar væntingar til aðgerða Seðlabanka Bandaríkjanna en stefnumörkunarfundur hófst hjá bankanum í dag og er niðurstaðna að vænta á morgun klukkan korter yfir sex að íslenskum tíma.

Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að kreppunni í Bandaríkjunum væri formlega lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×