Handbolti

HM: Frakkar í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franskir áhorfendur styðja hér sína menn áfram.
Franskir áhorfendur styðja hér sína menn áfram. Nordic Photos / AFP

Ólympíumeistarar Frakka urðu í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta sem fer fram í Króatíu.

Frakkar unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu, 30-21, eftir jafnan fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 15-15.

Suður-Kóreumenn sýndu hvað í þeim býr með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik þar sem þeir náðu til að mynda þriggja marka forystu, 10-7. En Frakkar gerðu út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks með því að skora níu af fyrstu tíu mörkum hálfleiksins. Þar með breyttu þeir stöðunni í 24-16 og aðeins þrettán mínútur til leiksloka.

Franska liðið hefur sýnd mikla yfirburði í öllum sínum leikjum til þessa en næst mætir liðið Króatíu á þriðjudaginn í lokaleik milliriðlakeppninnar.

Króatar eru einnig taplausir og geta einnig tryggt sig áfram í undanúrslitin með því að ná minnst einu stigi gegn Slóvakíu í kvöld.

Milliriðill 1:

Úrslit:

Svíþjóð - Ungverjaland 30-31

Suður-Kórea - Frakkland 21-30

Staðan:

Frakkland 8* stig (+30 í markatölu)

Króatía 6 (+10)

Slóvakía 3 (-6)

Ungverjaland 3* (-9)

Svíþjóð 2* (-6)

Suður-Kórea 0* (-19)

* eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki

Næsti leikur:

19.30 Króatía - Slóvakía






Tengdar fréttir

HM: Óvænt tap Svía

Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×