Cleveland tryggði sér toppsætið í Austurdeild 11. apríl 2009 11:57 LeBron James er hér í baráttu við Andre Iquodala hjá Philadelphia AP Þrettán leikir voru í NBA deildinni í nótt þar sem línur eru nú farnar að skýrast í deildarkeppninni. Cleveland tryggði sér efsta sæti Austurdeildar með sigri á Philadelphia á útivelli 102-92. LeBron James skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland í sigrinum, en liðið hefur nú unnið 64 leiki og tapað aðeins 15. Ben Wallace spilaði sinn annan leik í röð með Cleveland eftir að hafa verið frá síðan í lok febrúar vegna fótbrots. Liðið sem hefur náð bestum árangri allra liða í Austurdeildinni hefur reyndar tapað í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í úrslitakeppninni fimm sinnum á síðustu sex árum. Aðeins Boston vann Austurdeildina (á síðustu leiktíð) eftir að hafa verið með besta árangurinn í deildarkeppninni. Boston lagði Miami 105-98. Paul Pierce var frábær hjá Boston með 28 stig og Rajon Rondo skoraði 7 stig, hirti 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami. Detroit lagði New Jersey 100-93 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni áttunda árið í röð. San Antonio lagði Utah 105-99 á heimavelli og var þetta 20. heimasigur liðsins í röð heima gegn Utah. Dallas komst upp fyrir Utah í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar með auðveldum sigri á New Orleans 100-92. Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 42 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum, en fékk litla hjálp frá félögum sínum. LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn frísku liði Portland á útivelli 106-98. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Kobe Bryant 32 fyrir Lakers. Staðan í NBA deildinni Úrslitin í nótt: Orlando Magic 95-105 New York Knicks LA Clippers 109-78 Sacramento Kings Dallas Mavericks 100-92 New Orleans Hornets Toronto Raptors 98-100 Washington Wizards Philadelphia 76ers 92-102 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 105-99 Utah Jazz Atlanta Hawks 122-118 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 106-89 Phoenix Suns Portland Trail Blazers 106-98 LA Lakers Detroit Pistons 100-93 New Jersey Nets Boston Celtics 105-98 Miami Heat Golden State Warriors 109-113 Houston Rockets Oklahoma City 84-81 Charlotte Bobcats NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Þrettán leikir voru í NBA deildinni í nótt þar sem línur eru nú farnar að skýrast í deildarkeppninni. Cleveland tryggði sér efsta sæti Austurdeildar með sigri á Philadelphia á útivelli 102-92. LeBron James skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland í sigrinum, en liðið hefur nú unnið 64 leiki og tapað aðeins 15. Ben Wallace spilaði sinn annan leik í röð með Cleveland eftir að hafa verið frá síðan í lok febrúar vegna fótbrots. Liðið sem hefur náð bestum árangri allra liða í Austurdeildinni hefur reyndar tapað í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í úrslitakeppninni fimm sinnum á síðustu sex árum. Aðeins Boston vann Austurdeildina (á síðustu leiktíð) eftir að hafa verið með besta árangurinn í deildarkeppninni. Boston lagði Miami 105-98. Paul Pierce var frábær hjá Boston með 28 stig og Rajon Rondo skoraði 7 stig, hirti 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami. Detroit lagði New Jersey 100-93 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni áttunda árið í röð. San Antonio lagði Utah 105-99 á heimavelli og var þetta 20. heimasigur liðsins í röð heima gegn Utah. Dallas komst upp fyrir Utah í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar með auðveldum sigri á New Orleans 100-92. Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 42 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum, en fékk litla hjálp frá félögum sínum. LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn frísku liði Portland á útivelli 106-98. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Kobe Bryant 32 fyrir Lakers. Staðan í NBA deildinni Úrslitin í nótt: Orlando Magic 95-105 New York Knicks LA Clippers 109-78 Sacramento Kings Dallas Mavericks 100-92 New Orleans Hornets Toronto Raptors 98-100 Washington Wizards Philadelphia 76ers 92-102 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 105-99 Utah Jazz Atlanta Hawks 122-118 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 106-89 Phoenix Suns Portland Trail Blazers 106-98 LA Lakers Detroit Pistons 100-93 New Jersey Nets Boston Celtics 105-98 Miami Heat Golden State Warriors 109-113 Houston Rockets Oklahoma City 84-81 Charlotte Bobcats
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum