Viðskipti erlent

Bílaframleiðandinn Saab gæti brátt heyrt sögunni til

Sænski bílaframleiðandinn Saab stendur frammi fyrir gjaldþroti, mögulega í þessum mánuði. Eigandi Saab, General Motors, ætlar ekki að leggja Saab til meira fé en orðið er og sænska ríkið hefur einnig hafnað hugmyndum um aðkomu þess að framleiðslunni.

General Motors vill ekki loka Saab-verksmiðjunni í Trollhåttan strax en er með hugmyndir um að Saab verði sjálfstætt félag frá og með næstu áramótum. Hinsvegar er ljóst að Saab stefnir í gjaldþrot innan tíu daga ef ekki fæst nýtt fé í reksturinn.

Sem fyrr segir vill sænska ríkisstjórnin ekki setja fé í Saab. Stjórnarandstaðan er aftur á móti áhugasöm um slík ef það leiðir til þess að bjarga megi 4.000 störfum í Trollhåttan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×