Þrotabú Lehman reynir að losa sig við úranbirgðir bankans Guðjón Helgason skrifar 16. apríl 2009 12:37 Lehman bankinn sýslaði við ýmislegt að því er virðist. Skiptastjórar gjaldþrota bankans Lehman Brothers reyna nú að koma í verð töluverðu af úrani sem er í eigu bankans. Talið er að hægt sé að nota úranið til að smíða eitt stykki kjarnorkusprengju. Bankinn eignaðist úranið þegar hann tók yfir hrávörusamning. Um sé að ræða nærri tvö hundruð og þrjátíu þúsund kíló af efninu sem sérfræðingar segja að dugi í kjarnorkusprengju eða til að keyra kjarnaofn í eitt ár sé nýjasta tækni í auðgun efnisins notuð. Talið er að hægt sé að fá tuttugu milljónir bandaríkjadala fyrir svo mikið af úrani á markaði í dag. Það eru rúmlega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Talið er að Lehman Brothers skuldi enn um tvö hundruð milljarða dala, jafnvirði um tuttugu og fimm þúsund milljörðum króna, og það þó búið sé að borga fjölmörgum skuldareigendum. Skiptastjórar vilji því bíða með að selja úranið þar til hægt verði að fá meira fyrir það. Verð á úrani hefur lækkað um rúmlega fjórðung síðasta hálfa árið vegna offramboðs á markaði sem er lokaður. Bloomberg hefur eftir sérfræðingi í viðskiptum vogunarsjóða að margir slíkir hafi brennt sig á viðskiptum með úran. Ekki sé jafn auðvelt að versla með það eins og á opnum markaði með kopar. Úran er yfirleitt selt í gegnum sérhæfða miðlara eða beint til námafyrirtækja eða kjarnorkuvera. Þeir sem sjá um viðskipti með úran þurfa leyfi til þess og ríkisstjórnir ríkja gefa þau út. Þannig er fjöldi kaupenda og seljenda mjög takmarkaður. Lehman fékk leyfi til viðskipta með úran aðeins mánuði fyrir gjaldþrot bankans í haust. Framkvæmdastjóri Lehman segir í samtali við Bloomberg að megnið af úraninu sé geymt í vöruhúsi í Kanada. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skiptastjórar gjaldþrota bankans Lehman Brothers reyna nú að koma í verð töluverðu af úrani sem er í eigu bankans. Talið er að hægt sé að nota úranið til að smíða eitt stykki kjarnorkusprengju. Bankinn eignaðist úranið þegar hann tók yfir hrávörusamning. Um sé að ræða nærri tvö hundruð og þrjátíu þúsund kíló af efninu sem sérfræðingar segja að dugi í kjarnorkusprengju eða til að keyra kjarnaofn í eitt ár sé nýjasta tækni í auðgun efnisins notuð. Talið er að hægt sé að fá tuttugu milljónir bandaríkjadala fyrir svo mikið af úrani á markaði í dag. Það eru rúmlega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Talið er að Lehman Brothers skuldi enn um tvö hundruð milljarða dala, jafnvirði um tuttugu og fimm þúsund milljörðum króna, og það þó búið sé að borga fjölmörgum skuldareigendum. Skiptastjórar vilji því bíða með að selja úranið þar til hægt verði að fá meira fyrir það. Verð á úrani hefur lækkað um rúmlega fjórðung síðasta hálfa árið vegna offramboðs á markaði sem er lokaður. Bloomberg hefur eftir sérfræðingi í viðskiptum vogunarsjóða að margir slíkir hafi brennt sig á viðskiptum með úran. Ekki sé jafn auðvelt að versla með það eins og á opnum markaði með kopar. Úran er yfirleitt selt í gegnum sérhæfða miðlara eða beint til námafyrirtækja eða kjarnorkuvera. Þeir sem sjá um viðskipti með úran þurfa leyfi til þess og ríkisstjórnir ríkja gefa þau út. Þannig er fjöldi kaupenda og seljenda mjög takmarkaður. Lehman fékk leyfi til viðskipta með úran aðeins mánuði fyrir gjaldþrot bankans í haust. Framkvæmdastjóri Lehman segir í samtali við Bloomberg að megnið af úraninu sé geymt í vöruhúsi í Kanada.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira