Massa hótar að hætta í Formúlu 1 8. júní 2009 10:16 Felipe Massa gengur af fundi hjá Formúu 1 keppnisliðum í Tyrklandi. mynd: getty images Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira