Umfjöllun: Grótta marði Víking í tvíframlengdum leik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. desember 2009 21:37 Anton Rúnarsson tryggði Gróttumönnum sigurinn í kvöld. Mynd/Stefán Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir. Íslenski handboltinn Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira