Dikta skoðar Þýskalandsmarkað Alma Guðmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2009 14:00 Dikta vinnur nú að nýrri plötu sem Sena mun gefa út í haust. „Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma," útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptökur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleikari og Jón Bjarni Pétursson gítarleikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakanum. „Við erum að spila á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg," segir Haukur. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma," útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptökur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleikari og Jón Bjarni Pétursson gítarleikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakanum. „Við erum að spila á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg," segir Haukur.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira