Milljarðamæringurinn sem keypti Ronaldo og Kaka 16. júní 2009 11:05 Forseti Real Madrid, hinn 62 ára gamli Florentino Perez er númer 394 í röðinni um auðugustu menn heimsins. En hann má ekki nota milljarðana sína fyrir Real Madrid. Kannski verður slíkt alls ekki nauðsynlegt. Þannig hefst grein í Ekstra Bladet um hinn litríka forseta Real Madrid en auðæfi hans eru metin á nær 250 milljarða kr. En þegar hann fer út að borða er allt eins líklegt að hann panti sér franskar með spældu eggi. Perez var kosinn forseti Real Madrid án mótframboðs. Enginn annar gat lagt fram nærri milljarð kr. sem var krafan fyrir því að geta boðið sig fram í hinum „lýðræðislegu" kosningum. Og nú er hann aftur orðinn forseti félagsins sem hann elskar öðru fremur, verkfræðingurinn, fyrrum stjórnmálamaðurinn og eiginmaðurinn með þrjú börn. Og hann hefur verið umtalaður í heimspressunni síðan hann tók aftur við stöðunni. Fyrst með kaupum á Kaka, síðan Ronaldo og fleiri eru í sigtinu, m.a. David Villa og Franck Ribery. Nóg er af peningunum. Bankar veita Real Madrid lán með mikilli ánægju því samkvæmt reglunum má Perez sjálfur ekki leggja neinar fjárhæðir til félagsins. Talandi um fjárhæðir þá þénar Real Madrid hátt í 30 milljarða kr. á ári bara á sjónvarpsréttindum. Tvöfalt á við Manchester United að því er segir á Deloitte´s Football Money League. Þessi fjárhæð er þó ekki nægileg til að kaupa Ronaldo og Kaka. „Ég veit ekki hvaða peninga Real ætlar að nota til að kaupa leikmennina. Sjálfir nefna þeir sölu á keppnistreyjum en það er ómögulegt. Þá þyrftu þeir að selja 30 milljón treyjur," segir Xavier Sala-i-Martin fjármálastjóri Barcelona. En Perez er ekki taugaveiklaður yfir þessu. Hann er vanur stórum upphæðum. Sem forstjóri fyrir stærsta byggingarfélag Spánar með starfsemi í 50 löndum og 50.000 starfsmenn hafa persónuleg auðæfi hans aukist í takt við að byggingarnar hafi risið frá grunni. Perez reyndi árið 1994 að verða forseti Real Madrid en tapaði þá kosningunum fyrir Ramon Mendoza. Árið 2000 tókst honum svo í fyrsta sinn að verða forseti félagsins. Þá lofaði hann að bjarga hríðversnandi efnahag Real. Það gerðist með kaupum á leikmönnum á borð við Figo, Zedine Zidane, þá dýrasta leikmanni sögunnar, og Ronaldo þ.e. brasilísku útgáfunni. Og David Beckham og fleiri flutu með. Þetta leiddi til mikillar aukningar á tekjum félagsins á sjónvarpsréttindum og ýmsum varningi en félagið bara vann ekki nóg af titlum. Því varð Perez að víkja árið 2006. Í Real sýnst lífið nefnilega nær eingöngu um að vinna titla og safna bikurum í þar til gerða skápa félagsins. En Perez er kominn aftur til Real, félagsins sem hann hefur fylgt að málum frá því hann var barn að aldri. Og það er einn munur á Perez og öðrum auðkýfingum. Það er auðvelt að ná sambandi við hann og hann svarar ætíð skilaboðum sem hann fær. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forseti Real Madrid, hinn 62 ára gamli Florentino Perez er númer 394 í röðinni um auðugustu menn heimsins. En hann má ekki nota milljarðana sína fyrir Real Madrid. Kannski verður slíkt alls ekki nauðsynlegt. Þannig hefst grein í Ekstra Bladet um hinn litríka forseta Real Madrid en auðæfi hans eru metin á nær 250 milljarða kr. En þegar hann fer út að borða er allt eins líklegt að hann panti sér franskar með spældu eggi. Perez var kosinn forseti Real Madrid án mótframboðs. Enginn annar gat lagt fram nærri milljarð kr. sem var krafan fyrir því að geta boðið sig fram í hinum „lýðræðislegu" kosningum. Og nú er hann aftur orðinn forseti félagsins sem hann elskar öðru fremur, verkfræðingurinn, fyrrum stjórnmálamaðurinn og eiginmaðurinn með þrjú börn. Og hann hefur verið umtalaður í heimspressunni síðan hann tók aftur við stöðunni. Fyrst með kaupum á Kaka, síðan Ronaldo og fleiri eru í sigtinu, m.a. David Villa og Franck Ribery. Nóg er af peningunum. Bankar veita Real Madrid lán með mikilli ánægju því samkvæmt reglunum má Perez sjálfur ekki leggja neinar fjárhæðir til félagsins. Talandi um fjárhæðir þá þénar Real Madrid hátt í 30 milljarða kr. á ári bara á sjónvarpsréttindum. Tvöfalt á við Manchester United að því er segir á Deloitte´s Football Money League. Þessi fjárhæð er þó ekki nægileg til að kaupa Ronaldo og Kaka. „Ég veit ekki hvaða peninga Real ætlar að nota til að kaupa leikmennina. Sjálfir nefna þeir sölu á keppnistreyjum en það er ómögulegt. Þá þyrftu þeir að selja 30 milljón treyjur," segir Xavier Sala-i-Martin fjármálastjóri Barcelona. En Perez er ekki taugaveiklaður yfir þessu. Hann er vanur stórum upphæðum. Sem forstjóri fyrir stærsta byggingarfélag Spánar með starfsemi í 50 löndum og 50.000 starfsmenn hafa persónuleg auðæfi hans aukist í takt við að byggingarnar hafi risið frá grunni. Perez reyndi árið 1994 að verða forseti Real Madrid en tapaði þá kosningunum fyrir Ramon Mendoza. Árið 2000 tókst honum svo í fyrsta sinn að verða forseti félagsins. Þá lofaði hann að bjarga hríðversnandi efnahag Real. Það gerðist með kaupum á leikmönnum á borð við Figo, Zedine Zidane, þá dýrasta leikmanni sögunnar, og Ronaldo þ.e. brasilísku útgáfunni. Og David Beckham og fleiri flutu með. Þetta leiddi til mikillar aukningar á tekjum félagsins á sjónvarpsréttindum og ýmsum varningi en félagið bara vann ekki nóg af titlum. Því varð Perez að víkja árið 2006. Í Real sýnst lífið nefnilega nær eingöngu um að vinna titla og safna bikurum í þar til gerða skápa félagsins. En Perez er kominn aftur til Real, félagsins sem hann hefur fylgt að málum frá því hann var barn að aldri. Og það er einn munur á Perez og öðrum auðkýfingum. Það er auðvelt að ná sambandi við hann og hann svarar ætíð skilaboðum sem hann fær.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira