Þríframlengt í Chicago 1. maí 2009 11:36 John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago í nótt Nordic Photos/Getty Images Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira