NBA: Anthony meiddist í sigri Denver 6. janúar 2009 10:18 Carmelo Anthony þurfti að kæla á sér hendina í nótt og er tæpur fyrir næsta leik AP Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver vann 135-115 sigur á Indiana en stigahæsti maður liðsins Carmelo Anthony meiddist á hendi í leiknum. Kenyon Martin var stigahæstur hjá Denver með 25 stig, Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar og Anthony bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum þrátt fyrir að fá högg á höndina í þriðja leikhluta. Óvíst er hvort hann verður með í næsta leik eða hversu alvarleg meiðsli hans eru. Danny Granger setti 36 stig fyrir Indiana í leiknum. San Antonio lagði Miami á útivelli 91-84 þar sem Tim Duncan var með 19 stig og 9 fráköst hjá gestunum en Dwyane Wade skilaði 24 stigum og 12 stoðsendingum fyrir Miami. New Jersey lagði Sacramento 98-90. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey, en Kevin Martin skoraði 29 af 36 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Sacramento og það af varamannabekknum. Martin er að snúa aftur eftir meiðsli og verður í byrjunarliðinu í næsta leik. Hann hefur skorað 81 stig af varamannabekknum í síðustu tveimur leikjum og er það NBA met varamanns í tveimur leikjum. Milwaukee lagði Toronto 107-97 á heimavelli þrátt fyrir að vera án miðherjans Andrew Bogut. Michael Redd skoraði 35 stig fyrir Milwaukee en Chris Bosh skoraði 31 og hirti 11 fráköst fyrir Toronto. Loks vann Utah nauman sigur á Golden State heima 119-114. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Utah, Mehmet Okur var með 20 stig og 11 fráköst og Paul Millsap skilaði 18. tvennunni í röð með 19 stigum og 14 fráköstum. Jamal Crawford skoraði 28 stig fyrir Golden State og Corey Maggette 23 stig, en hann var að snúa aftur eftir meiðsli á læri. Liðið missti reyndar Stephen Jackson í sömu meiðsli um miðbik leiksins og sneri hann ekki aftur til leiks. Staðan í NBA Rétt er að minna NBA áhugafólk á stórleik Cleveland og Boston á föstudagskvöldið klukkan eitt, en viðureign þessara bestu liða Austurdeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver vann 135-115 sigur á Indiana en stigahæsti maður liðsins Carmelo Anthony meiddist á hendi í leiknum. Kenyon Martin var stigahæstur hjá Denver með 25 stig, Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar og Anthony bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum þrátt fyrir að fá högg á höndina í þriðja leikhluta. Óvíst er hvort hann verður með í næsta leik eða hversu alvarleg meiðsli hans eru. Danny Granger setti 36 stig fyrir Indiana í leiknum. San Antonio lagði Miami á útivelli 91-84 þar sem Tim Duncan var með 19 stig og 9 fráköst hjá gestunum en Dwyane Wade skilaði 24 stigum og 12 stoðsendingum fyrir Miami. New Jersey lagði Sacramento 98-90. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey, en Kevin Martin skoraði 29 af 36 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Sacramento og það af varamannabekknum. Martin er að snúa aftur eftir meiðsli og verður í byrjunarliðinu í næsta leik. Hann hefur skorað 81 stig af varamannabekknum í síðustu tveimur leikjum og er það NBA met varamanns í tveimur leikjum. Milwaukee lagði Toronto 107-97 á heimavelli þrátt fyrir að vera án miðherjans Andrew Bogut. Michael Redd skoraði 35 stig fyrir Milwaukee en Chris Bosh skoraði 31 og hirti 11 fráköst fyrir Toronto. Loks vann Utah nauman sigur á Golden State heima 119-114. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Utah, Mehmet Okur var með 20 stig og 11 fráköst og Paul Millsap skilaði 18. tvennunni í röð með 19 stigum og 14 fráköstum. Jamal Crawford skoraði 28 stig fyrir Golden State og Corey Maggette 23 stig, en hann var að snúa aftur eftir meiðsli á læri. Liðið missti reyndar Stephen Jackson í sömu meiðsli um miðbik leiksins og sneri hann ekki aftur til leiks. Staðan í NBA Rétt er að minna NBA áhugafólk á stórleik Cleveland og Boston á föstudagskvöldið klukkan eitt, en viðureign þessara bestu liða Austurdeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira