Lakers og Boston töpuðu bæði heima 5. maí 2009 09:10 Orlando er í góðri stöðu eftir sigur í Boston AP Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles. NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles.
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira