Viðskipti erlent

Verðmiði AGS á bankatapinu er 500.000 milljarðar

Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun tap bankanna í Vesturheimi í fjármálakreppunni nema um 4.000 milljörðum dollara eða vel rúmlega 500.000 milljörðum kr.

Af þessari upphæð eru tveir-þriðju tap hjá bönkunum sjálfum en einn-þriðji er hjá tryggingarfélögum og öðrum fjármálastofnunum.

Og það er verra í vændum að mati AGS sem segir að fjármálakreppan nú sé sú alversta frá stríðslokum. Bankarnir muni þurfa að afskrifa meir af lánum sínum á þessu ári en áður var talið.

Þannig reiknar AGS með því að á þessu ári muni breskir bankar tap um 200 milljörðum dollara, evrópskir bankar muni tapa um 750 milljörðum dollara og bandarískir bankar um 550 milljörðum dollara.

Samkvæmt skýrslunni gerir þetta tap það að verkum að bankarnir þurfa verulega aukningu á nýju lánsfé eða samsvarandi stuðning frá stjórnvöldum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×