Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 11:15 Kobe Bryant sést hér skora sigurkörfu sína í nótt yfir Dwyane Wade. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira