Handbolti

Kiel vantar aðeins eitt stig til að tryggja sér titilinn

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/GettyImages

Lærisveina Alfreðs Gíslasonar vantar nú aðeins eitt stig til þess að tryggja sér þýska meistaratitilinn eftir auðveldan tólf marka sigur á Stralsunder, 32-20 á heimavelli í kvöld. Þetta var 27. sigur Kiel í 28 leikjum í þýsku deildinni.

Eftir leikinn er Kiel með 55 stig eða fjórtán stigum meira en HSV Hamburg sem er í 2. sætinu en Kiel hefur leikið einum leik fleira. HSV Hamburg á sjö leiki eftir og getur því enn náð Kiel að stigum.

Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði 32-27 á útivelli á móti Nordhorn. Einar skoraði tvö af þremur síðustu mörkum sinna manna og náði að minnka muninn í 28-27. Heimamenn skoruðu hisnvegar fjögur síðustu mörk leiksins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×