Enski boltinn

Góðgerðarleikur í Kórnum á milli HR og HÍ

Ómar Þorgeirsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðsson hjá KR og Kristján Valdimarsson hjá Fylki eru samherjar í úrvalsliði HR.
Grétar Sigfinnur Sigurðsson hjá KR og Kristján Valdimarsson hjá Fylki eru samherjar í úrvalsliði HR. Mynd/Valli

Úrvalslið Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mætast í góðgerðarleik í fótbolta í Kórnum á laugardag kl. 17.

Bæði liðin eru skipuð leikmönnum úr liðum í Pepsi-deild karla en Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, stýrir liði HR og Magnús Gylfason stýrir liði HÍ.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur allur ágóði af leiknum til Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Miðasala á leikinn er í gangi á www.midi.is.

Lið HR:

Ögmundur Ólafsson - HK

Ögmundur Kristinsson - Fram

Helgi Sigurðsson - Víkingur

Grétar Sigfinnur Sigurðsson - KR

Auðun Helgason - Fram

Ingimundur Níels Óskarsson - Fylkir

Ásgeir Börkur Ásgeirsson - Fylkir

Kristján Valdimarsson - Fylkir

Bjarni Guðjónsson - KR

Hjalti Már Hauksson - KA

Daníel Laxdal - Stjarnan

Óskar Örn Hauksson - KR

Kristján Hauksson - Fram

Ragnar Már Sigrúnarson - Hvöt

Hallur Hallson - Þróttur

Ólafur Páll Snorrason - FH

Vilmar Freyr Sævarsson - Höttur

Lið HÍ:

Gunnar Már Guðmundsson FH

Arnór Sveinn Aðalsteinsson Breiðablik

Atli Guðnason FH

Daði Lárusson Haukar

Halldór Orri Björnsson Stjarnan

Illugi Þór Gunnarsson Fjölnir

Kjartan Ágúst Breiðdal Fylkir

Matthías Guðmundsson Valur

Matthías Vilhjálmsson FH

Skúli Jón Friðgeirsson KR

Steinþór Freyr Þorsteinsson Stjarnan

Jóhann Birnir Guðmundsson Keflavík

Elfar Freyr Helgason Breiðablik

Gunnar Kristjánsson KR

Birgir Hrafn Birgirson Stjarnan

Gauti Þorvarðarson ÍBV










Fleiri fréttir

Sjá meira


×