NBA í nótt: Orlando setti niður 23 þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2009 09:17 Anthony Johnson reynir hér eitt af fjölmörgum þriggja stiga skotum Orlando í nótt. Nordic Photos / Getty Images Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira