Fritzl viðurkennir að hafa nauðgað dóttur sinni Guðjón Helgason skrifar 16. mars 2009 11:51 Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira