Treysti ekki Kaupþingsmönnum 3. febrúar 2009 18:50 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, á fundi þingnefndar í morgun. Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans. Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans.
Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira