17 myndir á Bíódögum 28. mars 2009 06:00 Japanska Óskarsverðlaunamyndin verður sýnd á Bíódögum í Háskólabíói. Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira